Um DYFA

UM DYFA

Alla tíð hefur starfsmannahópur DYFA verið skipaður hópi fagfólks með fjölbreytta reynslu og þekkingu á álgluggaiðnaði, timburframleiðslu, trésmíði og arkitektúr.

Fyrirtækið DYFA – Dynamic Facades – var stofnað í desember árið 2011. Upphaflega var ætlunin að hanna og framleiða fasöður sem uppfylltu kröfur um sjálfbæra hönnun og framleiðslu.

Árið 2012 markaði nýja stefnu í rekstri fyrirtækisins. Áherslubreytingin var afleiðing aukinnar eftirspurnar smásöluverslana eftir milliveggjakerfum sem uppfylltu kröfur um gæði, fagurfræði og skilvirkni. Nýjar áherslur DYFA fólust því í að sameina innanhússhönnun og hagkvæmar lausnir.

Í kjölfarið hóf DYFA framleiðslu á New York einingaveggjum. Sveigjanleiki er kjarninn í hönnun New York kerfisins. Það er einfalt í uppsetningu og hægt að laga það að fjölbreyttum rýmum. New York kerfið er einfaldlega hægt að sérsníða að hverju verkefni fyrir sig. DYFA er með einkaleyfi á þessari einstöku hönnun.

Við fáum innblástur víða að. Við sameinum járnsmíðar, arkitektúr og iðnhönnun, nýtum okkur kosti og aðferðir úr blikksmíði og öðrum iðngreinum og kappkostum að finna sífellt nýjar leiðir til að nýta efniviðinn og hanna einstaka vöru.

Auk Danmerkur er nú hægt að nálgast sérlausnir DYFA í Noregi, Svíþjóð og á Íslandi.

Medarbejdere

DYFA New York system

DYFA New York fake transoms

RESPECT

RETHINK

DESIGN

ACT

Markmið okkar, gildi og framtíðarsýn eru drifkrafturinn í okkar vinnu

Okkar helsta verkefni er hönnun og framleiðsla milliveggja, hurða og hillulausna, einkum úr gleri og áli. Meginmarkmið okkar er að framleiða vörur sem standast kröfur viðskiptavina í hvívetna; vörur sem tilheyra hópi þeirra bestu á markaðnum. Þess vegna skiptir okkur miklu máli að eiga í góðu samstarfi við viðskiptavini okkar og birgja.

Framtíðarsýn

  • Að vera fyrsta val viðskiptavina okkar
  • Að vera leiðandi afl á markaðnum, jafnt í vöruhönnun sem vöruþróun
  • Að vera sjálfstætt fyrirtæki í sífelldum vexti
  • Að vera vinnustaður sem laðar að sérhæft og skapandi starfsfólk
  • Að auka vöruvirði í þágu viðskiptavina okkar

Gildi

  • Heilindi — Að standa við gefin loforð
  • Ástríða — Fyrir viðskiptavinum okkar, gæðum og frammistöðu
  • Nýsköpun — Að vinna sleitulaust að hámarksárangri með framúrskarandi lausnum
  • Virðing — Fyrir starfsfólki, samstarfsaðilum, samfélaginu og umhverfinu
  • Hugrekki — Að fylgja sannfæringu okkar