Aukahlutir

Aukahlutir

Við bjóðum upp á fjölmarga möguleika í hönnun ásamt úrvali aukahluta sem auka notagildi New York kerfisins og gefa því einstaka ásýnd. Möguleikunum eru engin takmörk sett.

Ekki hika við að senda okkur fyrirspurn — við leiðbeinum þér í átt að lausn sem uppfyllir allar þínar kröfur.

Hér getur þú kynnt þér útfærslumöguleika og aukahluti:

DYFA New York systemet med forskellige glass fyldninger.

DYFA New York system i grå, NCS S 4000-N glans 5

DYFA New York i RAL 7047

DYFA New York system i RAL 7022 glans 30

LITIR OG GLERFYLLINGAR

Litir

Álrammar og opnanlegir gluggar frá DYFA eru úr dufthúðuðu áli í stöðluðum svörtum lit með mattri áferð (RAL 9005, gljástig 03). Þaðan kemur einkennandi iðnaðarútlitið sem sérkennir vörulínuna.

DYFA á einnig ólitaða ramma á lager sem hægt er að húða með fjölbreyttu úrvali lita. Þannig er hægt að haga útliti eininganna eftir því rými sem unnið er með hverju sinni.

Glerfyllingar

Staðlaðar New York einingar eru framleiddar með 6 eða 8 mm hertu öryggisgleri. Við viljum að hægt sé að aðlaga New York kerfið að hvaða rými sem er. Það á ekki síður við um ásýnd og stíl. Þess vegna er hægt að panta glerfyllingar í annars konar áferð og í úrvali lita.

DYFA framleiðir m.a. rákað skrautgler, speglagler eða matt gler. Að sama skapi getur þú valið að skipta glerinu út fyrir önnur efni, t.d. hljóðdempandi plötur eða viðarplötur. Þitt er valið.

Auk þess framleiðir DYFA hljóðeinangrandi gler sem auka hljóðdeyfingu. Víða er hljóðeinangrun mikill kostur, t.a.m. í stórum skrifstofurýmum þar sem hljóðstig getur haft neikvæð áhrif á starfsfólk og starfsemi.

DYFA New York system med forskelligt farvet glas

DYFA New York system med spejlglas

DYFA New York hængslet dør med spejl

Stanggreb. Sort aluminium, eg, røget eg, messing, rustfrit stål og en kombination af sort aluminium og eg.

HANDFÖNG OG HURÐARHÚNAR

Handföng

Handföngin passa á snúningshurðir og lamahurðir í ramma.

Handföngin eru fáanleg í svörtu áli, eik, reyktri eik, kopar og ryðfríu stáli eða samsett úr áli og eik/reyktri eik.  Handföngin fást öll í stærðinni Ø42 mm en auk þess fást ál- og koparhandföng einnig í Ø30 and Ø20 mm.

Öll handföng eru afhent með svörtum festingum sem fara á hurðarvænginn. Hér getur þú séð sýningarmyndband.

Hurðarhúnar

Hurðarhúnar og skráargöt eru fáanleg á lamahurðir í ramma. Vörurnar eru ýmist svartar eða úr ryðfríu stáli. Mögulegt er að sérpanta aðrar tegundir hurðarhúna.

Smelltu hér og sendu okkur fyrirspurn — við leiðbeinum þér í átt að lausn sem uppfyllir allar þínar kröfur.

DYFA pladegreb i messing og sort.

DYFA pladegreb i sort. Kan også fås i messing.

Matsort Frost dørhåndtag samt rosetter

Skjulte hængsler

Skjult hængsel

Skjult hængsel

LAMIR OG LOKANIR

Faldar lamir

New York hurðir eru fáanlegar með földum lömum sem ekki eru sjáanlegar þegar hurðin er lokuð. Lamirnar hafa þann kost að vera stillanlegar í allar áttir, sem einfaldar ferlið ef þörf er á að breyta stillingum eða uppsetningu.

Með földum lömum eru hreinar línur einkennandi enda eru þá engar sýnilegar lamir sem draga að sér athygli. Þannig fæst einfalt, hreinlegt og íburðarlítið útlit.

Lokanir

DYFA framleiðir fjölda hurðalokana sem eru ýmist sýnilegar og faldar. Úrval hurðalokana gerir þér kleift að stilla hurðina að þínum þörfum. Lokunin er aðlöguð hurðinni þannig að hún geti haldist opin auk þess að tryggja að hún lokist sjálfkrafa. Þetta er kostur á stöðum þar sem umgangur er mikill og ekki öruggt að allir muni að loka á eftir sér.

Skjult dørlukker

Gulvmonteret dørlukker

Hydraulisk dørlukker til P3 pinoldør

Snydesprosser: Profileret New Yorker og Flad Kontur Copenhagen

ÁLÍMDIR GLUGGARAMMAR

Gluggarammar sem hægt er að líma á heilar glerhurðir

Álímdir gluggarammar eru fáanlegir á New York einingakerfið. Auk þess er hægt að nota þá á hefðbundna milliveggi úr heilu gleri og aðrar lausnir sem fyrir eru til staðar í rýminu. Þessa lausn er bæði hægt að nýta á innréttingar og glerlausnir utanhúss.

Álímdir gluggarammar eru seldir í metratali og eru fáanlegir í tveimur útfærslum:

  • Útskornir New York rammar (35 mm x 16 mm)
  • Sléttir Copenhagen rammar (35 mm x 3 mm)

VEGGFEST EÐA SAMTENGT HILLUKERFI

Samtengt hillukerfi

Með sérstökum festingum er hægt að festa samtengda hillukerfið beint á aðrar einingar í New York kerfinu. Hillustoðirnar eru 6 mm. Stöðluð hilla er 150 mm djúp, gerð úr 6 mm hertu öryggisgleri. Hámarksfjarlægð á milli hillustoða er 500 mm. Hillurnar er hægt að sérpanta eftir máli en hver hilla getur þó að hámarki verið 1.500 mm. Burðarþol hverrar hillu er að hámarki 5 kg.

New York sprossehængte hyldebærere i sort aluminium med 6 mm glashylder 150 × 300 mm

New York sprossehængte hyldebærere i sort aluminium med 6 mm glashylder 150 × 300 mm

Væghængt reolsystem. 3 meter lange glashylder af 8 mm hærdet sikkerhedsglas

Væghængt reolsystem. 3 meter lange glashylder af 8 mm hærdet sikkerhedsglas

Væghængt reolsystem. 3 meter lange glashylder af 8 mm hærdet sikkerhedsglas

Veggfest hillukerfi

DYFA framleiðir einnig sjálfstætt, veggfest hillukerfi sem hægt er að sérpanta eftir máli. Veggfestingar og hilluberar eru úr áli. Hægt er að stjórna stærð hilluberanna sem geta verið allt að 20 mm. Með því að stilla af stærð hillubera er mögulegt að velja hillur úr margs konar efni og í fjölbreyttum stærðum.

Stöðluð hilla er 300 mm djúp, gerð úr 8 mm hertu öryggisgleri. Hámarkslengd á milli hillubera er 1.000 mm. Hillurnar eru hægt að sérpanta eftir máli en hver hilla getur þó að hámarki verið 3.000 mm. Hámarksburðarþol hverrar hillu eru 10 kg.

VÍNREKKAR

Veggfestu vínrekkarnir eru fáanlegir úr gegnheilli eik eða reyktri eik. Vínrekkarnir eru afhentir með svörtum veggfestingum. Þeir eru 42 mm breiðir, 580 mm langir og bera að hámarki 10 flöskur.

Vinholder i eg med sorte nokker. 10 flaskehalshuller